Færsluflokkur: Bloggar

Dagbókin flutt

Fyrir áhugasama, þá flutti ég dagbókina á heimasíðu mína, sjá hér...

Þar mun ég fjalla um það sem á daga mína drífur á Nýja Sjálandi.

Kær kveðja,
Helgi


Myndir hér!

Þetta voru magnaðar eldingar!

Hér fyrir neðan er hlekkur á nokkrar myndir sem ég tók í gærkvöld. Á þeim má sjá rauðan kvikustrók stíga upp undir kílómeter upp í loftið og eldingar allt í kring.

 

 

 

 

 

 

 

 

Smella hér fyrir fleiri myndir!


mbl.is „Þetta voru magnaðar eldingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir síðustu mánaða

Nú hef ég ákveðið að skrifa nokkur orð hér til tilbreytingar.

Fyrst vil ég byrja á tilkynningu. Ég hef sett nokkrar myndir á netið, bæði á myndasíðu Halldórs litla og mína eigin. Hér eru nokkur sýnishorn:

 Halldór litli fastur í dótakassanum sínum

Júlía og Halldór í Heiðmörk

Júlia, ég og maðurinn fyrir aftan í Túristabus í London.

En annars er allt fínt að frétta af okkur turtildúfunum þremur. Halldór er alltaf hress og hrekkjóttur að vanda. Það er meira hvað barninu finnst gaman að stríða, ég botna þetta ekki. En fyrir utan hrekkina er hann alger ljúflingur og voða skemmtilegur. Nú er hann farinn að hlaupa um allt og lærir nýtt orð nánast á hverjum degi. Nú eru hlutirnir farnir að gerast hratt.

Annars gengur flest sinn vana gang þrátt fyrir kreppu og annað leiðindar hjal fjölmiðla. Síðustu mánuði höfum við fjölskyldan ákveðið að stunda útiveru og líkamsrækt af meiri dug, því ekki gengur að vera þreklaus jarðfræðingur! Í sumar fórum við þrjú í nokkrar dagsgöngur og í haust upp á Torfajökul. Eftir þriggja daga göngur þar uppfrá í illskuveðri, sáum við í hversu lélegu formi við vorum og skelltum okkur í ræktina þar sem við höfum verið að púla að undanförnu!

Ekki nóg með þetta. Nú er ég farinn að hjóla í skólann nánast upp á hvern einasta dag. Til að gulltryggja það var sett regla á skrifstofunni minni. Ef ég mæti í skólann, og bíllinn minn er einnig þar (og ekkert hjól), þá þarf ég að leggja þrjá bjóra til skrifstofunnar. Svo þar er eins gott að standa sig ...


Hnattræn hlýnun Jarðar

Sæl verið þið

Smá innlegg í umræðu um hin heitu gróðurhúsaáhrif.

Ég hef tekið eftir því að mikil umræða hefur átt sér stað meðal fólks í sambandi við hin frægu gróðurhúsaáhrif af mannavöldum. Að sjálfsögðu eru skoðanir manna mismunandi. Finnst mér hafa skort algerlega að talað sé um staðreindir málsins.

Á mynd 1 sést meðalhiti hvers árs í Reykjavík frá 1930. Eins og myndin ber með sér hefur meðalhiti í borginni snarlega hækkað frá árinu 1980. Það sama má sjá á meðalhita Jarðarinnar, mynd 2. Þar er besta lína hitastigsins síðustu 25 ára sýnd í gulu og besta lína fyrir hitastig síðustu 150 ára, sýnd í rauðu. Talsverður munur er á hallatölum línanna, sem sýnir greinilega hlýnun Jarðarinnar. Ef marka má þessa aukningu meðalhitans í Reykjavík, má áætla að meðalhiti Reykjavíkur verði 6,38°C árið 2020 og jafnvel 8,3°C árið 2050. Hver man ekki eftir sumrinu 2003 þegar varla var viðurvært úti sökum hita  (en þá var meðalhiti það árið 6,1°C í Rvk.)  Crying

Við hækkandi meðalhita á okkar ástkæru kringlu, má búast við talsverðum veðurbreytingum. Til dæmis er möguleiki á meiri öfgum í veðurfari; ofsaregn, miklir þurrkar, aukin tíðni fellibylja, hvirfilbylja og svo mætti lengi telja. Á Íslandi má hugsanlega gera ráð fyrir temprun loftslags, þ.e.  veturnir heitari og sumrin lélegri. Að auki er möguleiki á enn meiri rigningu ...

Fyrir utan veðurbreytingar má einnig telja upp margrómaða hækkun á sjávarstöðu, sem veldur því að miðborgin okkar góða fái endurskipulagningu upp í Holtum Shocking 

Meðalhiti í RVK

Mynd 1. Hér sést meðaltal hitamælinga í Reykjavík síðustu 70 árin. Greinileg hækkun hitastigs virðist eiga sér stað frá árinu 1980. Grafið er gert eftir meðaltalstölum Veðurstofu Íslands (www.vedur.is).

Meðahiti Jarðar

Mynd 2. Hér sést meðalhiti Jarðarinnar undan farin ár. Fengin frá heimasíðunni  http://www.global-greenhouse-warming.com/global-temperature.html

 


Neðanjarðarskjálfti?

Jarðskjálftar

Neðanjarðarskjálfti er kannski óþarfar málalengingar.. ég hef að minnsta kosti aldrei heyrt um ofanjarðarskjálfta Cool

En jarðskjálftar á þessu svæði geta orðið ansi djúpt í jörðu, sbr. kortið hér fyrir neðan:

 

 
Kortið sýnir brotlausnir jarðskjálfta (kúlurnar) við Simeulue á Indónesíu. Mism. litir sýna misimunandi dýpt á jarðskjálftum. Hér sést greinlega að það dýpkar á flekamótunum til austurs.
(http://neic.usgs.gov/neis/eq_depot/2008/eq_080220_nran/neic_nran_m.html)

 

Þessi gerð flekamóta, þegar úthafsfleki mætir öðrum fleka (í þessu tilfelli úthafsfleka) gefur af sér kraftmikla jarðskjálfta og oft á tíðum mikla eldvirkni. Jarðskjálftar verða oft feiknar kröftugir og geta átt upptök sín frekar grunnt frá yfirborði (sbr. gulu og appelsínugulu kúlurnar hér að ofan). Á hinum fræga richter skala eru þessir jarðskjálftar oft í kring um 6 -8. Er það mun sterkara en gerist nokkurn tíma hér á landi.

Á Íslandi er eins og margir vita flekaskil, þ.e.a.s. gliðnunarbelti. Við þær aðstæður verða jarðskjálftar mun vægari Brotalausnir þeirra má sjá á myndinni hér fyrir neðan:

 

Brotlausnir jarðskjálfta við Ísland

 Brotlausnir jarðskjálfta við Ísland. Kúlurnar með krossi sýna brotlausnir jarðskjálfta á sniðgengjum, hinar mismunandi brotl. jarðskjálfta á gliðnunarbeltum (http://www.mr.is/~gk/jfr/ordskyr/).

Sterkustu jarðskjálftarnir hér á landi geta orðið allt að 7 á richter skala. Þeir eiga flestir upptök sín á sniðgengjunum (Suðurlandsbrotabeltið og brotabeltin fyrir norðan).


mbl.is 3 létust og 25 særðust í skjálfta í Indónesíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagskvöldið

Veðurofsinn í gær fór varla fram hjá neinum. Ég hef nú alltaf haft gaman af veðri svo ég fylgdist vel með og fann nokkrar skemmtilegar myndir á vefnum:

 Lægðin góða

Hér er lægðin glæsilega, 934 millibör (www.vedur.is).

 Faxaflóaspá

Svona var veðurspá á belgingur.is fyrir Faxaflóa

 Hafnarfjall

Veðrið í sjálfvirkri veðurathugunarstöð við Hafnarfjall (www.vegagerdin.is)

 kjötsúpan góða

Við heima fyrir að borða yndislega kjötsúpu Tounge


Glitský (perlumóðurský)

Þegar ég og Júlía fórum út í morgun kom okkur auga á sjaldgæft fyrirbæri, svonefnt glitský (perlumóðurský). Hljóp ég því inn, greip myndavélina mína og smellti nokkrum myndum af skýinu:  

 

 
 

  

Hér kemur smá fróðleikur um glitský (Vísindavefurinn):

"Glitský eru ákaflega fögur marglit ský sem myndast í heiðhvolfinu, oft í um 15 - 30 km hæð. Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða við sólaruppkomu." ... "Þau myndast þegar óvenju kalt er í heiðhvolfinu (um eða undir -70 til -90 °C) og eru úr ískristöllum, eða úr samböndum ískristalla og saltpétursýru-hýdrata (til dæmis HNO3 3H2O)."
(Fengið af Vísindavefnum, sjá nánar hér).

Alveg ótrúlega magnað ...


Mynd mánaðarins

Ákvað að skella mynd hérna inn ...

vidvorun

 

Hún skýrir sig sjálf held ég Cool


Þessi fallegi Dagur

Sæl verið þið

Ég verð nú bara að segja það að pólitík er að verða æ skrítnari með hverjum Deginum. Nýr Dagur með nýjum borgarstjóra og svo er fólk undrandi. Fyrir mér er þetta mjög einfalt, valdagræðgin í íslenskri pólitík er svo mikil, að fólk gengur á bak orða sinna til þess að fá launahækkanir, titla og aukna nefndarsetu með enn meiri launahækkunum.

En undanfarna mánuði hefur verið talsvert mikið að gera hjá mér, eins og mörgum er kunnugt. Í sumar vann ég upp á Hellisheiði, enn og aftur. Nema nú í líkingu jarðfræðings. Ég vann sem sagt hjá ÍSOR (Íslenskum Orkurannsóknum) í sumar, á borvöktum. Að auki vann ég að lokaverkefninu mínu í B.S. náminu og tókst það með ágætum, þar sem ég skilaði því inn núna síðastliðinn mánudag Wink... loksins, loksins. Snérist verkefnið um að skoða svarf úr borholu á Hellisheiði, bæði í víðsjá og smásjá og greina jarðlög og ummyndun þess.

Svo byrjaði ég í doktorsnámi í haust, þar sem ég mun reyna allt hvað ég get til að bjarga heiminum frá glötunn. Að öllu gamni slepptu þá mun ég taka þátt í stóru verkefni (enn og aftur upp á Hellisheiði) sem fellst í því að dæla koltvísýring, uppleystum í vatni, niður í borholur. Tilgangur þess er að reyna að binda hann við kalsíum basaltsins og mynda þannig kalsíumkarbónat (silfurberg). Er þetta mjög spennandi verkefni.

Halldór litli stækkar og stækkar enda engin furða, drengnum finnst alveg voðalega gott að borða. Hann er svaka duglegur, farinn að snúa sér og velta fram og til baka, sitja alveg sjálfur og ýta sér aftur-á-bak á maganum. Þau eru seig þessi grey ...


Ja, nú er það grátt

Nú ættu úrslit kosninganna að vera öllum kunn. Eflaust eru margir mjög sáttir með það að Samfylking og Sjálfstæðismenn fara væntanlega saman í ríkisstjórn. Skagfirðingar eru það ekki. Sjálfur tel ég þetta að mörgu leiti í lagi en ekki meira en það. Þannig vill svo skemmtilega til að Samfylkingin er orðin borgarflokkur, þar sem flestir þingmenn flokksins koma úr Reykjavík. Ríkisstjórn Sf og S er með 43 þingmenn af 63. Þar af eru 27 frá Stór-Reykjavíkursvæðinu, 33 af því svæðiKjördæmin ásamt Suðurlandi meðtöldu, og þar af leiðandi 10 stykki frá Norðurlandskjördæmunum tveimur. Kjördæmin eru rúmlega helmingur af flatarmáli landsins og rúmlega 22% kjósenda búa þar. Af þessum 10 þingmönnum eru flestir þeirra frá Vesturlandi og Akureyri en t.d. enginn frá Skagafirði eða Húnavatnssýslum. Því sér það hver einasti maður sem fylgst hefur með fréttum, að það svæði sem mest hefur verið utanveltu í uppsveiflu landsins síðustu ára, er í stórri hættu á að verða aftur utanveltu næstu 4 árin, að minnsta kosti. Hér er ég að tala um Norðvesturland og Vestfirðina. Það er alvitað að það sem þarf að leggja áherslu á eru samgöngur og atvinna á svæðinu. Þetta eru frekar dýrar framkvæmdir og því er hættan á að borgarflokkar eins og Sf og S, gleymi þessu alveg óvart því það er jú þægilegra en að takast á við þetta vandamál.

En við verðum bara að vona það besta og þetta hefði getað farið verra, það er ekki hægt að segja neitt annað Woundering


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband