Mánudagur, 13. nóvember 2006
Skondið dæmi
Núna fyrir skemmstu fór umræða í gang um að breyta einhverjum af þeim umferðarljósum sem sýna hvenær maður á að ganga yfir götu á gatnamótum. Pælingin var að gera einhver af ljósunum að konum sem væru í pilsum og með sítt hár.
Mynd af gönguljósum (fengin af heimasíðunni http://www.us.is/id/1328)
Einhverra hluta vegna finnst mér þessi mynd ekki sýna neitt sérstakt kyn. Hún gefur enga mynd af hárvexti, kynfærum né öðrum útlitseinkennum kynjanna. Ásamt því sýnir núverandi mynd engin föt.
Skondið hvað fólk getur túlkað mikið út frá venjulegri mynd af manni, sem sýnir ekki endilega að um karlmann sé að ræða. Er ekki baráttumál kvenréttinda farin að ganga út í örlitlar öfgar ...
... bara smá pæling
Athugasemdir
haha varst þú ekki að sega það að það myndi ekki lýða meira en mánuður á milli blogga ég sakna þin rosa og hlakka til að sjá þig um jólin kv. mummi
mummi (IP-tala skráð) 27.11.2006 kl. 12:30
hehe nei nei var nú bara að djóka með þetta síðasta í hinu var að kanna viðbrögðin þetta var smá könnun og þú komst vel útúr henni þú fékst (8,0) af 10 en allavega ætla ekki að sega meira en að ég hef líka komist af þeirri niðurstöðu undanfarin ár að þú ert spekingur einsog t.d. með umferðarljósin og flott mynd við heirumst bara kv. mummi
mummi (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 22:27
Ég held að það ætti að eyða peningum í eitthvað annað en að skipta út þessum ljósum, einnig mætti spara peninga með því að leggja þetta ráð niður sem kom með þessa hugmynd ef hugmyndirnar frá þeim eru ekki betri en þetta.
kv Sigurjón
Sigurjón (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 09:47
Nákvæmlega
Helgi Arnar, 9.12.2006 kl. 13:37
gott að heira að við séum allir sammála um þetta
mummi (IP-tala skráð) 9.12.2006 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.