Dagbókin flutt

Fyrir áhugasama, þá flutti ég dagbókina á heimasíðu mína, sjá hér...

Þar mun ég fjalla um það sem á daga mína drífur á Nýja Sjálandi.

Kær kveðja,
Helgi


Myndir hér!

Þetta voru magnaðar eldingar!

Hér fyrir neðan er hlekkur á nokkrar myndir sem ég tók í gærkvöld. Á þeim má sjá rauðan kvikustrók stíga upp undir kílómeter upp í loftið og eldingar allt í kring.

 

 

 

 

 

 

 

 

Smella hér fyrir fleiri myndir!


mbl.is „Þetta voru magnaðar eldingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir síðustu mánaða

Nú hef ég ákveðið að skrifa nokkur orð hér til tilbreytingar.

Fyrst vil ég byrja á tilkynningu. Ég hef sett nokkrar myndir á netið, bæði á myndasíðu Halldórs litla og mína eigin. Hér eru nokkur sýnishorn:

 Halldór litli fastur í dótakassanum sínum

Júlía og Halldór í Heiðmörk

Júlia, ég og maðurinn fyrir aftan í Túristabus í London.

En annars er allt fínt að frétta af okkur turtildúfunum þremur. Halldór er alltaf hress og hrekkjóttur að vanda. Það er meira hvað barninu finnst gaman að stríða, ég botna þetta ekki. En fyrir utan hrekkina er hann alger ljúflingur og voða skemmtilegur. Nú er hann farinn að hlaupa um allt og lærir nýtt orð nánast á hverjum degi. Nú eru hlutirnir farnir að gerast hratt.

Annars gengur flest sinn vana gang þrátt fyrir kreppu og annað leiðindar hjal fjölmiðla. Síðustu mánuði höfum við fjölskyldan ákveðið að stunda útiveru og líkamsrækt af meiri dug, því ekki gengur að vera þreklaus jarðfræðingur! Í sumar fórum við þrjú í nokkrar dagsgöngur og í haust upp á Torfajökul. Eftir þriggja daga göngur þar uppfrá í illskuveðri, sáum við í hversu lélegu formi við vorum og skelltum okkur í ræktina þar sem við höfum verið að púla að undanförnu!

Ekki nóg með þetta. Nú er ég farinn að hjóla í skólann nánast upp á hvern einasta dag. Til að gulltryggja það var sett regla á skrifstofunni minni. Ef ég mæti í skólann, og bíllinn minn er einnig þar (og ekkert hjól), þá þarf ég að leggja þrjá bjóra til skrifstofunnar. Svo þar er eins gott að standa sig ...


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband