Flensan og 3. mars

Ég hef verið að hugsa svolítið að undanförnu. Nú vill svo til að ég er að verða faðir eftir nokkra daga. Er ég búinn að gera mér grein fyrir því að það verður erfitt, krefjandi en mjög gefandi starf. En ef fólk hefur verið að horfa á fréttir undanfarið, gætu sumir munað eftir frétt um líðan barna í hinum ýmsu ríkjum hins vestræna heims. Þar kom í ljós að líðan barna á Íslandi var ekki það góð. Foreldrar eru sjaldan heima, krakkarnir einmana og skólakerfið rétt í meðallagi. Þannig að ég fór að hugsa. Hvernig er hægt að ala barn upp á Íslandi sómasamlega þegar maður þarf að vinna um 50 stundir á viku og eyða restinni af tímanum í biðröðum í Bónus og umferðarteppum. Ég er á þeirri skoðun að það getur ekki verið hollt að börn séu allan daginn í skólanum, sem er uppfullur af vandamálum á meðan foreldrar þurfa að hanga í Bónus.

Svo er annað. Það skiptir engu máli hvað maður kýs í n.k. kosningum. Enginn flokkur hefur sagst ætla að taka á þessum málum. Er ekki kominn tími til að Ríkið og sveitarfélög hætti að eyða peningum í málefnið og fara að verja þeim í greyin!

En núna ligg ég upp í sófa, fullklæddur og undir sæng. Er kominn með fjandans flensuna. Kaldhæðnislegt, því að ég hef ekki orðið veikur í fjölda mörg ár en fæ svo flensuna daginn fyrir áætlaðan fæðingardag krakkans ... 3. mars.

Veriði sæl


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hei Helgi ég er eiginlega ósammála þér með að það sé einhvað að í skólunum það eru bara sumir forledrar sem ala krakkana sína ekki nógu vel og það er óþarfi að blanda skólanum inní það mál skólinn á ekki að ala krakkana upp en annars hvað er að frétta þanna fyrir sunnan er einhvað búið að gerast sambandi við barnið og ert þú að hressast einhvað frá þessari flensu en við bara heyrumst vonandi flótlega  bæbæ

Mummi (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 13:23

2 Smámynd: Helgi Arnar

Sæll Mummi

Já láttu mig þekkja það. Sumir krakkar eru gersamlega óuppaldir og búa til mörg vandamál. En skólarnir eru nú ekki fullkomnir heldur ...  og þannig verður það nú sjálfsagt alltaf.

En það er ekkert að frétta enn í sambandi við krakkann, en ég er allur að braggast og verð fljótlega fullur fjöri.

Sjáumst fljótlega 

Helgi Arnar, 6.3.2007 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband