Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 8. maí 2006
16 ára seta á skólabekk
Nú hef ég, að sumir myndu segja, góða reynslu á skólabekkjum. Ég hef setið í tæp 16 ár í skóla og verið viðloðinn helstu stig þeirrar setu. Niðurstaðan er einföld: það eru engir bekkir í íslenskum skólum, heldur sæti, og þau eru allsstaðar jafn hörð og óþægileg. Það er svolítil kaldhæðni í því að meðan ríkið og önnur apparöt tapa á lélegri heilsu almennings, en bakverkir teljast þar inní, þá situr öll framtíð íslenskrar þjóðar á 4. flokks stólum alla skólagönguna !
En næstkomandi miðvikudag mun 16. ári minnar skólagöngu ljúka með síðasta prófinu. En það vill svo skemmtilega til að það próf er eðlisfræði ... ekki beint það skemmtilegasta í heimi, en svosem ekki það versta. Það má þó segja að mín bíði björt og brosandi tíð.
Nefnilega næstu vikur hjá mér verða örugglega ljómandi fínar. Eftir viku fer ég í fimm daga leiðangur um skriðjökla í Mýrdals- og Eyjafjallajökli. Munum við rannsaka jökla í Þórsmörk og við Mýrdalssanda. Þessi ferð er í áfanga sem ég tók í vetur. Daginn eftir heimkomu þessarar ferðar, fer ég svo í ferð á NORÐURLANDIÐ góða. Fær maður þá fræðslu um allt jarðfræðitengt við þjóðveg 1 frá Reykjavík og að Húsavík, en munum við dvelja þar í 8 daga, og skoða Tjörneslögin frægu. Þessum ferðum mun ljúka svo í kring um 27. maí, en þá verður formleg byrjun á sumarfríi - yndislegt !
Jæja, nú verð ég að snúa mér að eðlisfræðireikningi - enn og aftur - á meðan veðrið hefur aldrei verið betra á því tímabili sem ég hef dvalið hér í Höfuðborginni. Ásamt þessu :
Óhjákvæmliegur fylgifiskur sprenginga er hávaði og titringur sem getur fundist í húsum í næsta nágrenni. Hvorugt er hættulegt en mönnum getur brugðið við hvorutveggja. Til viðvörunar verður sett upp viðvörunarflauta á byggingarreitum sem gefur frá sér hljóðmerki fyrir og eftir sprengingar.
Fyrir sprengingu: Þrjú stutt hljóðmerki: Sprenging fer fram eftir um hálfa mínútu.
Eftir sprengingu: Eitt langt hljóðmerki: Sprengingu er lokið.
Og sumir hlæja hee-hee-hehe-hee ...
Bloggar | Breytt 28.7.2006 kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 29. apríl 2006
Nýtt á nálinni
Ég hef ákveðið að setja nýtt fyrirkomulag á heimasíðuna mína. Framvegis munu dagbókafærslurnar lenda á þessu bloggsetri mínu.
En þessa dagana hefur maður í nógu að snúast. Próftíðin hófst tiltölulega snemma, með tveimur heimaprófum. Ég er búinn að skila því fyrra, sem vildi svo ótrúlega til að vera yfir páskana. En seinna heimaprófinu skila ég eftir helgi, og er um jökla og umhverfið tengt þeim. Mjög áhugavert, sérstaklega vegna þess að ég mun fara í fimm daga ferð á vegum skólans austur að Mýrdalsjökli og skoða skriðjöklana þar. En svo bíða manns tvö "venjuleg" próf í steingervingafræði og eðlisfræði :S
Um síðustu helgi fórum við í jarðfræðinni í ferð upp í Borgarfjörð. Við skoðuðum jökulmenjar og steingervinga, og var þetta dagslöng ferð. Stoppuðum við á nokkrum stöðum, t.d. við Akrafjall, Hafnarfjall, Hreðavatn og á Borgarnesi (til að borða). Þetta var afbragðs ferð, sem byrjaði í góðu og fallegu veðri, en endaði í norðan stórhríð og 15 m/s. Hérna eru nokkrar myndir:
Jökulgarðar í Borgarfirði.
Grettistökin (Ögmundur sem stærarviðmiðun)
Júlía að spekúlera í marbakkanum.
Jæja, ég má ekki vera að því að eyða tímanum í svona kjaftæði lengur, verð að finna sumarvinnu og læra um jökla.
Bloggar | Breytt 30.4.2006 kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)