Glitský (perlumóðurský)

Þegar ég og Júlía fórum út í morgun kom okkur auga á sjaldgæft fyrirbæri, svonefnt glitský (perlumóðurský). Hljóp ég því inn, greip myndavélina mína og smellti nokkrum myndum af skýinu:  

 

 
 

  

Hér kemur smá fróðleikur um glitský (Vísindavefurinn):

"Glitský eru ákaflega fögur marglit ský sem myndast í heiðhvolfinu, oft í um 15 - 30 km hæð. Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða við sólaruppkomu." ... "Þau myndast þegar óvenju kalt er í heiðhvolfinu (um eða undir -70 til -90 °C) og eru úr ískristöllum, eða úr samböndum ískristalla og saltpétursýru-hýdrata (til dæmis HNO3 3H2O)."
(Fengið af Vísindavefnum, sjá nánar hér).

Alveg ótrúlega magnað ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Alfreðsson

þetta eru allveg ótrúleg fyrirbæri þessi glitský og svo geta þau verið í allskonar litum man til dæmis að einu sinni var glitský hérna og það leit allveg eins og maður myndi sjá bensín poll upp í himninum

Guðmundur Alfreðsson, 29.3.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband