Flakk

Sælt veri fólkið

Að undanförnu hef ég haft nóg að gera. Skólinn er byrjaður með sín heimadæmi, skýrslur og vettvangsferðir. Nú fyrr í haust kíkti ég á Barðaströnd í rúma viku til að læra kortlagningu. Var það í fyrsta skipti sem ég kom á hina frægu Vestfirði. Ágætis ferð atarna í fínu veðri. Helgina eftir það ævintýr fórum við upp á hálendið og tókum nokkur hverasýni á Hveravöllum og Kerlingafjöllum. Ekki er þetta endirinn á ferðalögunum, onei ... því helgina eftir skrapp ég norður yfir heiðar í hinn víðfræga og yndislega Skagafjörð og settist að í faðmi fjölskyldunnar í nokkra daga. Þar-næstu helgi mun ég svo fara í tveggja daga túr að kortleggja sprungur og misgengi í nágrenni Reykjavíkur.

En síðustu helgi hélt ég mig hins vegar hérna á höfuðborgasvæðinu. Ég lenti næstum því í myrkri síðastliðið fimmtudagskvöld, en helgin var annars að mestu róleg og afslappandi. En það er eitt sem ég hef verið að pæla í undanfarið. Ætli það sé mögulegt að það samlífi sem hefur átt sér stað milli fólks sem býr hér á Höfuðborgarsvæðinu, að það hafi í raun gert það að verkum að allir verða að gera það sama á nákvæmlega sama tíma. T.d. síðasta fimmtudagskvöld ákváðu um 90% Reykvíkinga að fara upp að Perlunni klukkan 10 í þeirri von að sjá myrkur, en helmingurinn komst ekki vegna þess að allir fóru akandi! Hmmm .. einnig fer maður að velta þessu fyrir sér þegar maður þarf óvart að skreppa svona um hálf fimm leitið í hinn enda bæjarins, en sú ferð getur tekið einn, tvo tíma vegna umferðartafa. Ef svo ólíklega vill til að maður álpist svo inn í Bónus, þá lendir maður í því óláni að Pepsí Max hillurnar eru orðnar tómar Tala af sér  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha... Ég fann síðuna þína! (mjög erfið leit skal ég segja þér, hehe) Sjáumst! Kv. Lára :)

Lára (IP-tala skráð) 6.10.2006 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband