Föstudagur, 12. október 2007
Þessi fallegi Dagur
Sæl verið þið
Ég verð nú bara að segja það að pólitík er að verða æ skrítnari með hverjum Deginum. Nýr Dagur með nýjum borgarstjóra og svo er fólk undrandi. Fyrir mér er þetta mjög einfalt, valdagræðgin í íslenskri pólitík er svo mikil, að fólk gengur á bak orða sinna til þess að fá launahækkanir, titla og aukna nefndarsetu með enn meiri launahækkunum.
En undanfarna mánuði hefur verið talsvert mikið að gera hjá mér, eins og mörgum er kunnugt. Í sumar vann ég upp á Hellisheiði, enn og aftur. Nema nú í líkingu jarðfræðings. Ég vann sem sagt hjá ÍSOR (Íslenskum Orkurannsóknum) í sumar, á borvöktum. Að auki vann ég að lokaverkefninu mínu í B.S. náminu og tókst það með ágætum, þar sem ég skilaði því inn núna síðastliðinn mánudag ... loksins, loksins. Snérist verkefnið um að skoða svarf úr borholu á Hellisheiði, bæði í víðsjá og smásjá og greina jarðlög og ummyndun þess.
Svo byrjaði ég í doktorsnámi í haust, þar sem ég mun reyna allt hvað ég get til að bjarga heiminum frá glötunn. Að öllu gamni slepptu þá mun ég taka þátt í stóru verkefni (enn og aftur upp á Hellisheiði) sem fellst í því að dæla koltvísýring, uppleystum í vatni, niður í borholur. Tilgangur þess er að reyna að binda hann við kalsíum basaltsins og mynda þannig kalsíumkarbónat (silfurberg). Er þetta mjög spennandi verkefni.
Halldór litli stækkar og stækkar enda engin furða, drengnum finnst alveg voðalega gott að borða. Hann er svaka duglegur, farinn að snúa sér og velta fram og til baka, sitja alveg sjálfur og ýta sér aftur-á-bak á maganum. Þau eru seig þessi grey ...
Athugasemdir
jei komið nýtt blogg ég var allveg undrandi en ég er allveg sammála með þessa stjórn hún kom mér mikið á óvart ég frétti þeta bara á leiklistaæfingu á föstudagskvöldið en gott með doktors námið bróðir minn er að verða doktor ekki bjóst ég við því en gott og gaman með það en já hann Halldór er sko orðinn stór og duglegur en farðu nú að reyna láta nýjar myndir inná heimasíðuna hans Halldórs ég er búinn að skoða þessar myndir aftur og aftur en ég ætla að hætta þessu blaðri núna við bara heyrumst bara í vikuni og sjáumst næstu helgi Helgi
mummi (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 18:09
Til hamingju með nýja færslu.
Og allt hitt líka...
Lára (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.