Þriðjudagur, 8. maí 2007
Kosningarnar í nánd
Heil og sæl
Samkvæmt nýjustu könnun Gallúps eru Framsóknarmenn í gríðarlegri sókn. Fylgisaukning upp á 29% milli kannana. Ég kalla það nú bara ágætt En ég vil bara benda fólki á skemmtilegt lag með góðum boðskap, vinsamlegast smella hér!
En hvað sem því líður og kosningar í nánd, vil ég benda óákveðnum á frábæran kost til að kanna hvar það liggur í stjórnmálunum, því inn á http://xhvad.bifrost.is/ er hægt að kanna við hvaða flokk skoðanir manns passa best. Ég tók þetta stutta próf og mældist 70% Framsóknarmaður og 69,75% Sjálfstæðismaður. Þannig að ég er tæplega 140% stjórnarmaður . Kemur varla á óvart.
Halldór litli er tveggja mánaða í dag. Hann er að verða voða stór og sterkur strákur. Ég myndi bara halda að hann væri draumakrakki, þar sem hann á það til að sofa um 9 klukkutíma samfellt yfir nóttina og aldrei minna en 6. Þetta er allt annað líf heldur en fyrstu dagana, þegar hann var sígrátandi vegna svengdar .
Athugasemdir
haha ég skil ekki þessa ruslpóst vörn haha en samt ég tók könnunina og ég var með 60% íslandshreyfingun, 50% samfylkingin og 40% framsóknarmaður 31,25% vinstir grænn og 18,75 sjálfstæðismaður haha en já mamma var að sega mér það sem þú sagðir henni í hádeginu um hann Halldór hann er sko duglegur :D en ég er hættur í bili bæbæ
mummi (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 18:56
Ég ætti kannski að taka þetta próf... Er hálf áttavillt!
Til hamingju með "afmæli" drengsins í gær! Ég hlakka ekkert smá til að sjá ykkur fljótlega, orðið heldur langt síðan síðast! Ég bjalla í ykkur við tækifæri!
Lára (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 09:37
ha ha ha..... Framsók í gríðarlegri sókn. Þeir voru í svo mikilli sókn að þeir fóru afturábak. Til hamingju með þína menn.
Siggi (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.