Í fréttum er þetta helzt!

Það er ekki laust við annríki þessa dagana. Prófin nálgast óðfluga, en þau byrja í næstu viku og enda í næstu viku. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að ég fer bara í tvö próf í á þessari önn. En það er líka alveg nóg. Þessa stundina er ég að leggja lokahönd á uppsöfnuð heimaverkefni annarinnar, en það voru orðnir ágætis haugar hér fyrir nokkru.

En það sem ber hæst þessa dagana að fjölskyldulífið gengur vel og er það allra skemmtilegasta. Halldór litli er farinn að hjala og brosa mikið meira og svo er hann nýbyrjaður að hlæja. Honum finnst ennþá leiðinlegast af öllu að láta skipta á sér og hvað þá þegar hann þarf að fara í bað. En sem betur fer er hann farinn að sofa miklu betur á nóttunni og það munar öllu.

En þeir virðast bara vera að spá sumarblíðu um komandi helgi, loksins. 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jeij, blogg!

Gott að allt gengur vel, vildi að ég gæti hjálpað ykkur meira í prófunum. Rosa vont að það skuli allir vera að þessu svona á sama tíma!

Við fáum kannski að kíkja í heimsókn þegar þið eruð búin, hva um næstu helgi þá, eða? Er Júlía kannski lengur? Heyri amk í ykkur!

Good luck!!!

Lára (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband