Miðvikudagur, 7. júní 2006
Jarðboranir
Þá er mínu öðru ári í jarðfræðináminu endanlega lokið. Ég er búinn að fara í þessar tvær fyrrnefndu námsferðir og ekki er hægt að segja annað en þær hafi bara heppnast mjög vel. Þó var nú veðrið ekki svo sem upp á marga fiska í seinni ferðinni. Við lentum nefnilega í norðan stórrhríð fyrir norðan, og vorum meira að segja veðurteft á Húsavík heilan dag. En þetta reddaðist og náðum við að skoða Tjörneslögin frægu þokkalega.
Fyrri ferðin var mun skárri, en þá skoðuðum við Sólheimajökul og Þórsmörk í sól og blíðu. Er ég búinn að setja nokkrar myndir úr ferðunum á síðuna.
Hér eru nokkrar góðar:
Hópurinn sem ég vann með á Sólheimajökli.
Sólheimajökull
Jón og Leifur að útskýra Breiðuvík á Tjörnesi.
Opna í Tjörneslögunum.
En ég ákvað bara að fá mér djobb hérna sunnan heiða þetta sumarið og náði að koma mér inn hjá Jarðborunum. Verð ég að vinna vaktavinnu í sumar við boranir á Hellisheiði fyrir nýju virkjunina. Borinn sem ég er byrjaður að vinna á heitir Sleipnir og mun ég vera á honum í allt sumar. Mér líst bara vel á þetta, vinnan er skemmtileg og teygir sig örlítið inn á áhugasviðið. Svo skemmir það ekki fyrir að fá nokkurra daga vaktafrí inn á milli. Maður vonar bara að það hætti að rigna hérna fyrir sunnan
... En eru nokkurrar líkur á því ? - Tja, maður spyr sig
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.