Merkilegt!

Komið þið sæl

Ég veit ekki hvort einhver hefur verið að pæla í fréttunum að undanförnu. Ég hef verið að gera það, vegna þess að ég er almennt forvitinn og svo er ég ekki enn búinn að gera upp við mig hvað ég á að kjósa í vor. En eitt er svolítið merkilegt. Ég heyrði viðtal við varaformann Vinstri grænna þar sem hún var að lýsa hugmyndum flokksmanna um kynjakvóta. Hugmyndin byggist á því að fyrirtæki, hvort sem er á vegum hins opinbera eða á almenna markaðnum verði að hafa jafnt kynjahlutfall innan nokkurra ára. Eitthvað blaðraði hún um aðlögunartíma og fleira. Fyrir mína parta finnst mér þetta út í hött. Í fyrsta lagi ganga ekki bæði kynin í öll störf. T.d. nefni ég vinnuna sem ég var í síðastliðið sumar, jarðboranir. Þau fyrirtæki sem standa í þannig starfsemi gætu lent illa í því. Í öðru lagi er hætta á því að fyrirtækin missi af hæfari starfsmönnum vegna áætlaðra laga.

Ja eitt er á hreinu, ef þetta "happreykjandihippalistapakk" kemst í stjórn sé ég ekki mörg atvinnutækifæri í framtíðinni fyrir mig. Þar sem ég er svo óheppinn að vera af vitlausu kyni og svo ætla þeir að gera "stóriðjustopp" með tilheyrandi stoppi á jarðfræðilegum rannsóknum um nýtingarkosti jarðhitakerfa og fallvatna.

Merkilegt ... Crying

 

Kárahnjúkastífla

P.s. Svo er fólk að segja að þessi flotta stífla sé "stærsta slys Íslandssögunnar". (mynd fengin af http://www.karahnjukar.is)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Noh!!! Helgi að blogga, og það tvo daga í röð!!! Glæsilegt hjá þér, haltu nú áfram... :)

Lára (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband