Mánudagur, 8. maí 2006
16 ára seta á skólabekk
Nú hef ég, að sumir myndu segja, góða reynslu á skólabekkjum. Ég hef setið í tæp 16 ár í skóla og verið viðloðinn helstu stig þeirrar setu. Niðurstaðan er einföld: það eru engir bekkir í íslenskum skólum, heldur sæti, og þau eru allsstaðar jafn hörð og óþægileg. Það er svolítil kaldhæðni í því að meðan ríkið og önnur apparöt tapa á lélegri heilsu almennings, en bakverkir teljast þar inní, þá situr öll framtíð íslenskrar þjóðar á 4. flokks stólum alla skólagönguna !
En næstkomandi miðvikudag mun 16. ári minnar skólagöngu ljúka með síðasta prófinu. En það vill svo skemmtilega til að það próf er eðlisfræði ... ekki beint það skemmtilegasta í heimi, en svosem ekki það versta. Það má þó segja að mín bíði björt og brosandi tíð.
Nefnilega næstu vikur hjá mér verða örugglega ljómandi fínar. Eftir viku fer ég í fimm daga leiðangur um skriðjökla í Mýrdals- og Eyjafjallajökli. Munum við rannsaka jökla í Þórsmörk og við Mýrdalssanda. Þessi ferð er í áfanga sem ég tók í vetur. Daginn eftir heimkomu þessarar ferðar, fer ég svo í ferð á NORÐURLANDIÐ góða. Fær maður þá fræðslu um allt jarðfræðitengt við þjóðveg 1 frá Reykjavík og að Húsavík, en munum við dvelja þar í 8 daga, og skoða Tjörneslögin frægu. Þessum ferðum mun ljúka svo í kring um 27. maí, en þá verður formleg byrjun á sumarfríi - yndislegt !
Jæja, nú verð ég að snúa mér að eðlisfræðireikningi - enn og aftur - á meðan veðrið hefur aldrei verið betra á því tímabili sem ég hef dvalið hér í Höfuðborginni. Ásamt þessu :
Óhjákvæmliegur fylgifiskur sprenginga er hávaði og titringur sem getur fundist í húsum í næsta nágrenni. Hvorugt er hættulegt en mönnum getur brugðið við hvorutveggja. Til viðvörunar verður sett upp viðvörunarflauta á byggingarreitum sem gefur frá sér hljóðmerki fyrir og eftir sprengingar.
Fyrir sprengingu: Þrjú stutt hljóðmerki: Sprenging fer fram eftir um hálfa mínútu.
Eftir sprengingu: Eitt langt hljóðmerki: Sprengingu er lokið.
Og sumir hlæja hee-hee-hehe-hee ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.