Föstudagur, 1. febrúar 2008
Glitský (perlumóðurský)
Þegar ég og Júlía fórum út í morgun kom okkur auga á sjaldgæft fyrirbæri, svonefnt glitský (perlumóðurský). Hljóp ég því inn, greip myndavélina mína og smellti nokkrum myndum af skýinu:
Hér kemur smá fróðleikur um glitský (Vísindavefurinn):
"Glitský eru ákaflega fögur marglit ský sem myndast í heiðhvolfinu, oft í um 15 - 30 km hæð. Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða við sólaruppkomu." ... "Þau myndast þegar óvenju kalt er í heiðhvolfinu (um eða undir -70 til -90 °C) og eru úr ískristöllum, eða úr samböndum ískristalla og saltpétursýru-hýdrata (til dæmis HNO3 3H2O)."
(Fengið af Vísindavefnum, sjá nánar hér).
Alveg ótrúlega magnað ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 5. nóvember 2007
Mynd mánaðarins
Ákvað að skella mynd hérna inn ...
Hún skýrir sig sjálf held ég
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 12. október 2007
Þessi fallegi Dagur
Sæl verið þið
Ég verð nú bara að segja það að pólitík er að verða æ skrítnari með hverjum Deginum. Nýr Dagur með nýjum borgarstjóra og svo er fólk undrandi. Fyrir mér er þetta mjög einfalt, valdagræðgin í íslenskri pólitík er svo mikil, að fólk gengur á bak orða sinna til þess að fá launahækkanir, titla og aukna nefndarsetu með enn meiri launahækkunum.
En undanfarna mánuði hefur verið talsvert mikið að gera hjá mér, eins og mörgum er kunnugt. Í sumar vann ég upp á Hellisheiði, enn og aftur. Nema nú í líkingu jarðfræðings. Ég vann sem sagt hjá ÍSOR (Íslenskum Orkurannsóknum) í sumar, á borvöktum. Að auki vann ég að lokaverkefninu mínu í B.S. náminu og tókst það með ágætum, þar sem ég skilaði því inn núna síðastliðinn mánudag ... loksins, loksins. Snérist verkefnið um að skoða svarf úr borholu á Hellisheiði, bæði í víðsjá og smásjá og greina jarðlög og ummyndun þess.
Svo byrjaði ég í doktorsnámi í haust, þar sem ég mun reyna allt hvað ég get til að bjarga heiminum frá glötunn. Að öllu gamni slepptu þá mun ég taka þátt í stóru verkefni (enn og aftur upp á Hellisheiði) sem fellst í því að dæla koltvísýring, uppleystum í vatni, niður í borholur. Tilgangur þess er að reyna að binda hann við kalsíum basaltsins og mynda þannig kalsíumkarbónat (silfurberg). Er þetta mjög spennandi verkefni.
Halldór litli stækkar og stækkar enda engin furða, drengnum finnst alveg voðalega gott að borða. Hann er svaka duglegur, farinn að snúa sér og velta fram og til baka, sitja alveg sjálfur og ýta sér aftur-á-bak á maganum. Þau eru seig þessi grey ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)