Helgi Arnar
Eins og stendur er ég doktorsnemi í jarðefnafræði við Háskóla Íslands. Snýst doktorsverkefnið um niðurdælingu koltvísýrings í basalt við Hellisheiðarvirkjun. B.S verkefnið mitt var hluti af grunnrannsóknum fyrir sama verkefni. Að þessu verkefni standa fjölmargir aðilar en erum við sex doktorsnemar sem vinnum við rannóknir tengt því í þremur háskólum víðsvegar um heiminn (www.carbfix.is)
Ég er fæddur í Skagafirði, nánar til tekið á Sauðárkróki. Ég gekk í Menntaskólann á Akureyri eftir grunnskólann á Króknum. Eftir MA hef ég stundað nám í jarðfræði við HÍ og líkar mjög. Í jarðfræðinni kynntist ég svo Júlíu, konunni minni og eigum við eitt barn saman, Halldór. Fæddist hann 8. mars 2007.